Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. ágúst 2014 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Milner ætlar ekki að skrifa undir samning nema hann fái að spila
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
James Milner ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning hjá Manchester City nema að hann fái að spila nóg.

Milner á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester liðið.

Á fjórum árum leikmannsins hjá liðinu hefur hann unnið tvo deildartitla ásamt því að hafa unnið enska bikarinn sem og enska deildarbikarinn.

Milner segir að honum langi að vera áfram hjá félaginu og keppast um tilta en segir að hann verði að spila, ætli hann að skrifa undir nýjan samning.

,,Mig langar að vera hérna, svo lengi sem ég fæ að spila. Ég elska að vera hér og vonandi get ég verið hérna lengi, en það veldur á því hversu mikið ég fæ að spila. Mig langar að hjálpa til."

,,Ég spilaði frekar mikið á síðasta ári, en ekki eins mikið í deildinni og mig langaði til. En mér fannst ég leggja mitt af mörkum í titlunum sem við unnum, það er það sem skiptir máli."

,,Ef þú vinnur titla en spilar ekki eins mikið og þú vildir þá verður það pirrandi. En það var ekki þannig á síðustu leiktíð og vonandi ekki á þessari. Ég spilaði mikilvæga leiki á síðustu leiki og það var ánægjulegt að hjálpa til við að vinna titla."

,,Það er það sem skiptir máli, ég vil spila eins mikið og hægt er. Samkeppnin er mikil en þú vilt hjálpa liðinu. Ég er búinn að vera hérna í fjögur ár. Við kaupum dýra leikmenn öll ár, þú vilt spila gegn bestu liðunum og spila með bestu leikmönnunum."

,,Við höfum það hjá City. Þú vilt leggja þig allan fram, alla daga á æfingum."

Milner segir að aðal málið sé að endurheimta deildartitilinn en veit að það verður jafnara en nokkru sinni fyrr þar sem liðin í kring hafa styrkt sig til muna.

,,Þetta verður jafnt, þetta var mjög jafnt í fyrra. Ég mun halda að þetta verði jafnara núna. Það er undir okkur komið að sýna að við erum bestir."
Athugasemdir
banner
banner
banner