Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 02. ágúst 2015 15:52
Jóhann Ingi Hafþórsson
Arsenal vann Samfélagsskjöldinn 2015
Í fyrsta sinn sem Wenger vinnur Mourinho
Alex Oxlade-Chamberlain
Alex Oxlade-Chamberlain
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 0 Chelsea
1-0 Alex Oxlade-Chamberlain ('24)
Skoðaðu textalýsingu frá leiknum

Arsenal vann Chelsea í dag til að tryggja sér Samfélagsskjöldinn annað árið í röð.

Alex Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti sem Thibout Courtois átti ekki möguleika í.

Chelsea fengu sín færi en Ramires gerði sig sekann um að klúðra frábæru skallafæri í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki og Arsenal var yfir í hálfleik.

Bæði lið fengu færi til að skora í seinni hálfleik en Petr Cech var sínum fyrrverandi félögum erfiður með nokkrum markvörslum sú besta kom í seinni hálfleik er hann varði góða aukaspyrnu Oscar í horn.

Santi Cazorla komst síðan tvisvar einn gegn Coutois en Belginn stæðilegi varði frá honum í bæði skiptin.

Þrátt fyrir mikla pressu Chelsea undir lokin þá héldu Arsenal menn vel og tryggðu sér annan Samfélagsskjöldinn í röð.

Þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger stýrir liði til sigurs gegn Jose Mourinho en þetta var í fjórtánda sinn sem þeir mættust á hliðarlínunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner