Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 02. ágúst 2015 12:56
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Cech byrjar gegn Chelsea
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Arsenal mætast í hinum árlega leik um samfélagsskjölinn en þá mætast liðin sem unnu ensku deildina og enska bikarinn.

Eins og allir vita þá eru Chelsea engandsmeistarar og Arsenal bikarmeistarar. Segja má að enski boltinn byrji með leiknum í dag.

Byrjunarliðin voru að koma í hús og ef við byrjum á liði Chelsea, þá er enginn í byrjunarliðinu sem var ekki hjá liðinu á síðustu leiktíð en Asmir Begovic og Radamel Falcao byrja á bekknum. Diego Costa er síðan ekki með vegna smávægilegra meiðsla og því byrjar Remy frammi.

Alexis Sanchez er ekki með Arsenal vegna meiðsla en Petr Cech byrjar í markinu gegn sínu gömlu félögum. Olivier Giroud er á bekknum en Walcott byrjar sem framherji. Jack Wilshere er síðan frá vegna meiðsla.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta, Matic, Fabregas, Ramires, Willian, Hazard, Remy

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Mertesacker, Koscielny, Ozil, Walcott, Oxlade-Chamberlain, Ramsey, Monreal, Cazorla, Bellerin, Coquelin.

Fylgstu með leiknum í beinni textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner