Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. ágúst 2015 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Lundúnaslagur um Samfélagsskjöldinn
Leikurinn hefst 14:00
Petr Cech mætir liðinu sem hann spilaði fyrir síðasta tímabil.
Petr Cech mætir liðinu sem hann spilaði fyrir síðasta tímabil.
Mynd: Getty Images
Það má segja að fótboltatímabilið á Englandi hefjist í dag þegar Englandsmeistarar Chelsea mæta bikarmeisturum Arsenal í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

Leikurinn kemur 64 dögum eftir að Arsenal vann 4-0 sigur gegn Aston Villa í úrslitaleik enska bikarsins. Síðan hefur liðið fengið nýjan markvörð, Petr Cech, sem er að fara að mæta sínum fyrrum félögum í dag.

Chelsea gæti sett Radamel Falcao í byrjunarlið sitt í dag en Falcao sem er 29 ára náði aðeins að skora fjögur mörk í 29 leikjum þegar hann spilaði fyrir Manchester United á síðasta tímabili. Hann er kominn til Chelsea á eins árs lánssamningi frá Monaco.

Stjórarnir Arsene Wenger og Jose Mourinho eru ekki miklir vinir en Wenger hefur ekki náð að skáka Mourinho í þrettán tilraunum.

Arsenal hefur verið í góðum gír á undirbúningstímabilinu og þegar náð að vinna tvö æfingamót en frammistaða Chelsea hefur verið sveiflukenndari.

Samfélagsskjöldurinn á Wembley:
14:00 Chelsea - Arsenal (Beint á Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner