Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. ágúst 2015 17:27
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hjörtur Logi og Eiður Aron spiluðu í stóru tapi
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hjörtur Logi Valgarðsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson spiluðu báðir fyrir Örebro sem tapaði fyrir IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Eiður Aron byrjaði leikinn en þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 21. mínútu en þá var staðan orðin 2-0 fyrir Gautaborg.

Hjörtur Logi kom inná þegar sjö mínútur voru eftir en þá var staðan 6-0 fyrir Gautaborgar liðið og þannig fóru leikar.

Örebro eru í næst neðsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 18 leiki en Gautaborg er á toppnum með 38 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner