Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 02. ágúst 2015 11:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gefst ekki upp á Bale
Powerade
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid.
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Rafael er á leið til Lyon.
Rafael er á leið til Lyon.
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman helsta slúðrið úr enska boltanum. Að mestu tekið úr enskum götublöðum en einnig úr erlendum fjölmiðlum. Þessi pakki er tileinkaður þeim sem liggja inn í tjaldi á Þjóðhátíð og skoða slúðrið í símanum.

Manchester United hefur ekki gefið upp á bátinn að geta mögulega klófest vængmanninn Gareth Bale. Real Madrid vill fá metupphæð ef selja á vængmanninn. (Sunday Express)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, vill að markvörðurinn David de Gea verði seldur sem fyrst. Hann var ósáttur við frammistöðu Spánverjans í 2-0 tapi gegn Paris St-Germain í æfingaleik. (AS)

Franska félagið Lyon er að tryggja sér Rafael (25), hægri bakvörð frá Manchester United. Rafael er á leið í læknisskoðun en kaupverðið er í kringum 7 milljónir punda. (Le Parisien)

Tottenham er nálægt því að selja spænska sóknarmanninn Roberto Soldado (30) til Villarreal á Spáni. Spurs vill 12 milljónir punda fyrir leikmanninn sem var keyptur frá Valencia á 26 milljónir punda 2013. (Mail on Sunday)

Newcastle hefur blandað sér í baráttu við Tottenham um Saido Berahino (21), sóknarmann West Brom. Líklegur verðmiði er í kringum 20 milljónir punda. (Sunday Express)

West Ham mun setja aukinn kraft í tilraunir sínar til að fá sóknarmanninn Charlie Austin (26) frá QPR. Austin er verðlagður á 15 milljónir punda. Enner Valencia spilar ekki með West Ham á næstunni þar sem hann er meiddur. (Sunday Mirror)

Crystal Palace vill kaupa miðvörðinn Fabricio Coloccini (33) frá Newcastle. Coloccini á ár eftir af núgildandi samningi á St James' Park. (Mail on Sunday)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vera betri stjóri en hann var fyrir 10 árum. Mourinho er 52 ára en stefnir á að vera stjóri fram á sjötugsaldur. (Sunday Times)

Southampton er líklegt til að vinna samkeppni við Liverpool um vængmanninn Adama Traore (19) hjá Barcelona. (Metro)

Leicester er í viðræðum við Charles Aranguiz (26), landsliðsmiðjumann Síle. Enska félagið hefur komist að samkomulagi við félag hans, Internacional í Brasilíu, um 10,5 milljóna punda kaupverð. (Sky Sports)

Sunderland er í viðræðum um kaup á Yann M'Vila (25), miðjumanni Rubin Kazan. Dick Advocaat vinnur hörðum höndum að því að styrkja lið sitt. (Sunderland Echo)

Sunderland er að ganga frá árs lánssamningi á Leroy Fer (25), miðjumanni QPR. (Sun on Sunday)

Crystal Palace og Stoke hafa bæði áhuga á Fernando Llorente (30), sóknarmanni Juventus, sem metinn er á 8,5 milljónir punda af Ítalíumeisturunum. (Tuttosport)

Peter Odemwingie (34), leikmaður Stoke, hefur sett sér það markmið að skora 10 mörk á næsta tímabili en hann hefur ekkert leikið síðustu 11 mánuði vegna liðbandaslita. (Stoke Sentinel)

Roberto Martinez, stjóri Everton, er bjartsýnn á að Romelu Lukaku (22) geti hafið tímabilið þann 8. ágúst þrátt fyrir að hafa farið meiddur af velli í æfingaleik nýlega. Lukaku hélt um vinstra hné sitt. (Liverpool)

Jose Crespo (28), nýr leikmaður Aston Villa, meiddist á hné í æfingaleik og óvíst er hversu lengi hann verður frá. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner