Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 02. september 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 1. deild: „Hax" að hafa Hjört í liðinu
Leikmaður 19. umferðar - Hallur Flosason (ÍA)
Hallur fagnar markinu mikilvæga með liðsfélögum sínum.
Hallur fagnar markinu mikilvæga með liðsfélögum sínum.
Mynd: Baldur Smári Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Miðjumaðurinn Hallur Flosason er leikmaður 19. umferðarinnar í 1. deild en hann skoraði sigurmark ÍA með góðu skoti frá vítateigslínu þegar liðið vann 1-0 gegn BÍ/Bolungarvík. Skagamenn stigu stórt skref í átt að Pepsi-deildinni með þessum úrslitum en liðið þarf aðeins stig í síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu aftur að ári.

„Það voru ekki mörg færi í þessum leik en við nýttum okkar færi en ekki þeir. Í lokin dæmdi dómarinn víti á okkur og ég var mjög pirraður en svo andaði maður léttar þegar hann breytti þessu yfir í aukaspyrnu," segir Hallur.

„Það hefur verið markmið okkar í allt sumar að fara upp en þetta hefur verið nokkuð kaflaskipt. Ég hugsa þetta ekki samt ekki þannig að við séum komnir upp. Þetta er ekki komið fyrr en þetta er staðfest."

Seiglan skilað stigum
Skagamenn hafa oft á tíðum sýnt mikla seiglu í sumar og unnið marga „iðnaðarsigra" með því að leika fótbolta af gamla skólanum.

„Við höfum mikið verið að fara þetta á seiglunni í sumar, það verður að viðurkennast. Það hefur verið að skila stigum og þessari stöðu sem við erum í núna. Heppnin hefur verið með okkur og þá hefur liðið leikið vel inni á milli. Þetta hefur verið fínt."

Ef ÍA fer upp eins og allt stefnir í þá verður þetta í fimmta sinn á síðustu árum sem sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson fer með sínu liði upp í Pepsi-deildina.

„Það er bara „hax" að hafa þennan gaur í liðinu. Sama hvaða lið það er, þá fer það upp með hann innanborðs. En eins og ég segi þá fögnum við þegar kemur að því. Vonandi verður það sem fyrst," segir Hallur sem er sáttur með frammistöðu sína í sumar.

„Leikurinn gegn Tindastóli var fyrsti leikur minn í nokkurn tíma. Ég var meiddur í mánuð og missti af nokkrum leikjum en annars er ég sáttur. Langflest liðin í þessari deild eru sterk og leikirnir ótrúlega jafnir."

Sjá einnig:
Leikmaður 18. umferðar - Agnar Darri Sverrisson (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 17. umferðar - Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Leikmaður 15. umferðar - Guðmundur Magnússon (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Leikmaður 13. umferðar - Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 12. umferðar - Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner