Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. september 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Colback spilar ekki sinn fyrsta landsleik gegn Noregi
Jack Colback, leikmaður Newcastle.
Jack Colback, leikmaður Newcastle.
Mynd: Getty Images
Jack Colback fær ekki tækifæri á að leika sinn fyrsta landsleik fyrir England á miðvikudag gegn Noregi. Þessi 24 ára miðjumaður Newcastle var valinn í landsliðshópinn en hefur þurft að draga sig út vegna meiðsla.

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir að enginn af hinum nýliðunum sem voru valdir í hópinn munu byrja leikinn, það eru Calum Chambers, Danny Rose og Fabian Delph.

Lítill áhugi er á þessum vináttuleik meðal Breta og búist er við lélegri mætingu á Wembley.

England mun svo leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM mánudaginn 8. september en mótherjinn verður Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner