þri 02. september 2014 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hooiveld og Thompson til Norwich (Staðfest)
Hooiveld hér gegn Newcastle.
Hooiveld hér gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
Norwich nældi sér í þrjá leikmenn á lokadegi félagsskiptagluggans á Englandi og flestum löndum Evrópu.

Eins og greint var frá í gær þá kom varnarmaðurinn Ignasi Miquel frá Arsenal en hann var ekki eina viðbótin í vörninni.

Miðvörðurinn Jos Hooiveld kom þá einnig frá Southampton, en hann er 193cm rétt eins og Miquel. Hooiveld er 31 árs Hollendingur sem á 77 leiki að baki fyrir Southampton.

Loka fjárfesting Norwich var í Louis Thompson sem er 19 ára miðjumaður og kemur frá Swindon Town.

Hooiveld kemur til Norwich á lánssamning á meðan Thompson var keyptur til félagsins á rétt rúma 1 milljón punda. Thompson skrifaði undir þriggja ára samning en fyrsta árið verður hann á láni hjá Swindon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner