Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 02. september 2014 12:16
Magnús Már Einarsson
Heimild: Fréttablaðið 
Kjartan Henry: Reynir að kasta steinum úr glerhúsi
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason er ekki ánægður með þá gagnrýni sem hann hefur fengið í Pepsi-mörkunum í sumar.

Kjartan Henry gekk í gær til liðs við danska félagið Horsens en hann lætur Reyni Leósson sérfræðing í Pepsi-mörkunum heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

„Reynir var í Skagaliðinu þegar þeir voru upp á sitt grjótharðasta. Ég spilaði stundum á móti honum og ósjaldan var maður klipinn í hornum eða fékk hné í bakið. Hvort það var viljandi eða ekki skiptir ekki máli. Þetta var partur af boltanum,“ segir Kjartan.

„Svo situr hann í sjónvarpssettinu með hárkolluna sína og vænir menn um að vera hrotta og óþverra. Mér finnst það vera aumkunarvert. Ég var orðinn frekar þreyttur á því. Reynir fór í taugarnar á mér því hann var að kasta steinum úr glerhúsi. Ég á ekki til orð yfir það að hann sé að væna menn um hrottaskap. Ég skil vel að menn séu að búa til sjónvarp, reyna að vera fyndnir og svaka spaðar en ég held að menn ættu stundum að líta sér nær.“

Kjartan Henry hefur fengið gagnrýni fyrir ýmis atvik innan vallar en hann segist sjálfur vera fastur fyrir.

„Ég er ekki að segja að ég sé einhver engill. Ég er karakter og hef alltaf verið svona. Ég er líka oft marinn og stigið á mig en ég mæti ekki í viðtöl og væli hvort eitthvað sé viljandi líkt og Brynjar Gauti gerði eftir ÍBV-leikinn. „Come on“ þetta eru fullorðnir karlmenn í fótbolta," sagði Kjartan Henry í viðtali í Fréttablaðinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner