Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 02. september 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Van Persie: Kjaftæði að ég sé á leið í aðgerð
Van Persie er ekki á leið í aðgerð.
Van Persie er ekki á leið í aðgerð.
Mynd: Getty Images
Robin van Persie, framherji Manchester United, harðneitar fréttum þess efnis að hann sé á leið í aðgerð á hné.

Fjölmiðlar héldu því nokkrir fram fyrr í vikunni að hollenski landsliðsmaðurinn yrði fjarri góðu gamni í nokkra mánuði vegna aðgerðar sem frestað hafði verið þar til eftir HM 2014.

,,Ég veit ekki hvaðan þessir orðrómar koma," sagði Van Persie við Fox Sports.

,,Ég get sagt það í fullri hreinskilni að ég er ekki á leið á sjúkrahús á næstunni til að fara í aðgerð. Menn þurfa að vera með gott ímyndunarafl til að koma með svona bull."

Þá er Hollendingurinn ánægður með komu Falcao á Old Trafford: ,,Ég er virkilega glaður. Falcao gerir okkur að betra liði og stórt félag eins og við vill alltaf ná árangri. Falcao þarf að berjast fyrir sæti sínu, alveg eins og ég."
Athugasemdir
banner
banner
banner