mið 02. september 2015 14:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: PSV 
Albert í Meistaradeildarhópi PSV
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson er í Meistaradeildarhópi hollensku meistaranna í PSV.

Albert gæti því komið við sögu í Meistaradeild Evrópu í vetur en PSV er í riðli með Man Utd, CSKA Moskva og Wolfsburg.

Félögin þurftu að skila inn 25 manna leikmannahópum á miðnætti og er Albert einn af sjö miðjumönnum á lista PSV.

Albert, sem er 18 ára, færði sig um set í sumar þegar hann yfirgaf Heerenveen fyrir PSV. Hann hefur ekki verið í leikmannahópi aðalliðsins í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar.

Meistaradeildarhópur PSV í heild sinni:

Markmenn: Luuk Koopmans, Remko Pasveer og Jeroen Zoet
Varnarmenn: Santiago Arias, Joshua Brenet, Jeffrey Bruma, Nicolas Isimat-Mirin, Héctor Moreno, Simon Poulsen og Jetro Willems.
Miðjumenn: Andrés Guardado, Albert Gudmundsson, Jorrit Hendrix, Adam Maher, Davy Pröpper, Stijn Schaars og Rai Vloet.
Sóknarmenn: Aleksander Boljevic, Luuk de Jong, Florian Jozefzoon, Nikolai Laursen, Maxime Lestienne, Jürgen Locadia, Luciano Narsingh og Gastón Pereiro.

Athugasemdir
banner
banner
banner