Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. september 2015 10:25
Arnar Geir Halldórsson
Arsenal tímdi ekki að kaupa Cavani
Powerade
50 milljón punda virði?
50 milljón punda virði?
Mynd: Getty Images
De Gea fór ekki til Real Madrid
De Gea fór ekki til Real Madrid
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn í dag einkennist af félagaskiptum sem ekki urðu í gær, á lokadegi félagaskiptagluggans. BBC tók saman.



Arsenal var ekki tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir Edinson Cavani, 28 ára sóknarmann PSG. (Daily Mirror)

Tottenham var tilbúið að borga 20 milljónir punda og senda annaðhvort Erik Lamela eða Andros Townsend til Southampton fyrir Victor Wanyama. Southampton hafnaði tilboðinu. (London Evening Standard)

Dimitar Berbatov var næstum genginn til liðs við Aston Villa á lokadegi gluggans en félagið var ekki tilbúið að mæta launakröfum kappans. (Daily Mail)

Man Utd gerði 26,4 milljóna punda tilboð í Hakan Calhanoglu, miðjumann Bayer Leverkusen. (Tyrkneskir miðlar)

Engin tilboð bárust í Charlie Austin, sóknarmann QPR, í gær og spilar hann því í Championship deildinni á þessari leiktíð. (Guardian)

Everton hafnaði 8 milljón punda tilboði Norwich í Steven Naismith í gær. (Liverpool Echo)

David De Gea mun snúa aftur í lið Man Utd að loknu landsleikjahléi og er félagið ánægt með að hann klári samning sinn við Man Utd. (Independent)

Bournemouth tókst ekki að ganga frá kaupum á Lewis Grabban frá Norwich í gær þrátt fyrir að hafa gert 7 milljón punda tilboð. (Bournemouth Echo)

Emmanuel Adebayor, leikmaður Tottenham, bað umboðsmann sinn að koma skiptum til Aston Villa í gegn í gær en hætti við að yfirgefa Tottenham á síðustu stundu. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner