Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. september 2015 11:00
Arnar Geir Halldórsson
Berbatov til Grikklands (Staðfest)
Berbatov leikur í Grikklandi í vetur
Berbatov leikur í Grikklandi í vetur
Mynd: Getty Images
Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov er genginn til liðs við gríska úrvalsdeildarliðið PAOK.

Berbatov var án félags eftir að hafa yfirgefið Monaco þegar samningur hans við franska félagið rann út í sumar.

Hann átti í viðræðum við Aston Villa í gær en félagið var ekki tilbúið að mæta launakröfum kappans og gerði hann samning við PAOK í dag.

Þessi 34 ára gamli leikmaður skoraði 13 mörk fyrir Monaco á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Þjálfari PAOK er Igor Tudor, fyrrum leikmaður Juventus.

PAOK endaði í 5.sæti grísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og mun leika í Evrópudeildinni á þessu tímabili þar sem liðið er í riðli með Ragnari Sigurðssyni og félögum í Krasnodar, Dortmund og Qabala.
Athugasemdir
banner
banner