Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. september 2015 13:29
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Danny Blind: Pressan hefur ekki áhrif á mig
Icelandair
Danny Blind situr fyrir svörum.
Danny Blind situr fyrir svörum.
Mynd: Getty Images
„Ég er ekki stressaður, ég finn ekki fyrir minnsta stressi," segir Danny Blind, þjálfari hollenska landsliðsins, fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Blind sat fyrir svörum á fréttamannafundi áðan.

Blind er nýtekinn við landsliðinu og er strax undir pressu. Holland er í þriðja sæti riðilsins og þarf á sigri að halda.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ég sé lið sem er tilbúið að spila og er meðvitað um þá stöðu sem við erum í."

„Ísland er sterkur andstæðingur. Þeir eru með vel skipulagt og agað lið sem spilar með hjartanu. Við verðum að sýna þolinmæði. Það er alveg hægt að skora í lok leikja þó ég myndi auðvitað helst vilja fá mark fyrr. Við þurfum að ná upp góðum hraða gegn Íslandi. Þeirra leikmenn spila með góðum félögum í Evrópu þó fáir spili með toppklúbbum."

Hollenskir fjölmiðlamenn sem hafa fylgst með undirbúningi síns liðs telja að Jasper Cillessen verði í markinu og varnarlínuna muni Gregory van der Wiel, Stefan de Vrij, Bruno Martins Indi og Daley Blind skipa.

Á miðjunni verða Davy Klaassen, Georginio Wijnaldum og Wesley Sneijder en í fremstu víglínu Klaas-Jan Huntelaar, Arjen Robben og Memphis Depay.
Athugasemdir
banner
banner