mið 02. september 2015 09:39
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Lagerback: Hrikaleg tónlist spiluð í klefanum
Icelandair
Lars Lagerback og Aron Einar á fréttamannafundinum í dag.
Lars Lagerback og Aron Einar á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það var ansi létt yfir Lars Lagerback og Aroni Einari Gunnarssyni á fréttamannafundi íslenska landsliðsins sem var á Amsterdam Arena í morgun.

Lagerback er vanur því á fréttamannafundum að slá á létta strengi þegar við á og fundurinn í dag var engin undantekning.

Áhugi Lagerback á Bee Gees kom til umræðu þegar líða fór á fundinn en fyrir leikinn gegn Tékkum var spilað „peppmyndband" með tónlist Bee Gees. Hollensku fréttamennirnir voru mjög áhugasamir að vita meira um þetta.

„Tónlistin sem strákarnir spila í klefanum er hrikaleg," sagði Lagerback sem er greinilega ekki með sama tónlistarsmekk og strákarnir okkar. Aron Einar tók þá fram sérstaklega ekki væri verið að notast við hans iPod og uppskáru þau ummæli hlátur í salnum.

Í lok fundarins var Lagerback spurður að því hvort hann væri búinn að ákveða hver kæmi inn í byrjunarliðið í stað Emils Hallfreðssonar sem er meiddur.

„Það kemur einhver inn fyrir Emil... og líka einhver fyrir Aron og fleiri," sagði Lagerback kíminn.

Upptaka af fréttamannafundinum í heild sinni kemur inn á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner