Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. september 2015 11:20
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Líklegt byrjunarlið Íslands í Amsterdam
Icelandair
Frá æfingu Íslands í Amsterdam.
Frá æfingu Íslands í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.
Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Klukkan 18:45 annað kvöld verður flautað til leiks Hollands og Íslands á Amsterdam Arena leikvanginum magnaða. Leikurinn er reyndar 20:45 hér að staðartíma í Hollandi.

Íslenska liðið æfði í morgun á vellinum en fyrir æfinguna var haldinn fréttamannafundur. Þar kom fram að allir í hópnum væru með á æfingunni, fyrir utan Emil Hallfreðsson sem ferðaðist ekki til Hollands þar sem hann er meiddur.



Spurning er hvernig byrjunarlið Íslands verður á morgun en við ætlum að tippa á að það verði mjög líkt liðinu gegn Tékklandi. Emil byrjaði þann leik og veðjum við á að Jóhann Berg Guðmundsson, sem var frammi gegn Tékkum, færist á kantinn vegna meiðsla Emils.

Erfitt er að segja hver muni þá verða í fremstu víglínu með Kolbeini Sigþórssyni en Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason gera báðir tilkall.

Við teljum þó líklegast að Jón Daði Böðvarsson verði í framlínunni. Hann hefur leikið mjög vel að undanförnu með Viking frá Stafangri og átti frábæran leik í fyrri leiknum gegn Hollandi.

Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason

Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson (f)
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason

Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner