Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 02. september 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Melo: Draumur að vera kominn til Inter
Felipe Melo er genginn í raðir Inter.
Felipe Melo er genginn í raðir Inter.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Felipe Melo er í skýjunum með að vera orðinn leikmaður ítalska stórliðsins Inter.

Melo gekk til liðs við Inter frá Galatasaray á mánudag, einungis tveimur vikum eftir að hafa skrifað undir nýjan fj0gurra ára samning í Tyrklandi. Hann hefur lengi verið orðaður við ítalska félagið og fær nú tækifæri til að spila á ný undir stjórn Roberto Mancini.

„Ég þakka Guði fyrir þetta tækifæri," sagði hinn 32 ára gamli Melo.

„Það hefur verið rætt um mig og Inter í mörg ár svo það er draumur að verða að veruleika að koma hingað. Roberto og ég unnum saman hjá Galatasaray og hann er sigurvegari. Að vinna fyrir mann með hans reynslu er frábært."

„Mig langar að vinna titla og gera það hjá sögufrægu félagi eins og Inter. Það eina sem ég get lofað er að ég mun gefa 100 prósent í hvern leik, jafnvel þegar ég er ekki heill heilsu."


Melo er líklega staðráðinn í að sanna sig á Ítalíu eftir afar misheppnaða dvöl hjá Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner