Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 02. september 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Monaco: Tilboð United í Martial var of gott til að hafna
Martial gekk til liðs við United í gær.
Martial gekk til liðs við United í gær.
Mynd: Getty Images
Vadim Vasilyev, varaforseti Monaco, segir að tilboð Manchester United í sóknarmanninn Anthony Martial hafi verið of gott til að hægt væri að hafna því.

United gekk frá kaupunum á hinum 19 ára gamla Martial á lokadegi enska félagaskiptagluggans í gær og er talið að kaupverðið gæti risið upp í 60 milljónir punda ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt.

Vasilyev vildi ekki greina frá því hversu gott tilboðið var, en viðurkennir að Monaco hefði helst ekki viljað selja leikmanninn.

„Við vildum halda honum út tímabilið en Manchester United gerði okkur ótrúlegt tilboð sem hvorki Anthony né AS Monaco gátu hafnað," sagði Vasilyev.

„Anthony hefur sýnt hvers hann er megnugur og hversu góður hann er. Þó að þessi félagaskipti hafi ekki verið hluti af áformum okkar sýnir það hversu vel þjálfarateymið hefur verið að standa sig, og einnig að við tókum rétta ákvörðun með því að fá hann fyrir tveimur árum. Við óskum Anthony alls hins besta."

Martial er uppalinn hjá Lyon en gekk til liðs við Monaco fyrir rúmar 3 milljónir punda árið 2013. Hann var reglulega í byrjunarliði Monaco á síðustu leiktíð og gæti spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland í mánuðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner