Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 02. september 2015 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rúrik Gísla: Þurftum að hlaupa upp eitthvað fjall
Icelandair
Rúrik í upphitun á Amsterdam Arena fyrir æfingu í morgun.
Rúrik í upphitun á Amsterdam Arena fyrir æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég held að flestir Íslendingar hafi beðið lengi eftir þessum leik. Það er mikill áhugi og spenna fyrir þessum leik," segir Rúrik Gíslason, leikmaður íslenska landsliðsins, í viðtali við Magnús Má Einarsson.

„Hollendingar verða að vinna þennan leik og við búumst við þeim dýrvitlausum en vonandi verður þessi leikur skemmtilegur og mikið fyrir augað."

„Það er komin fín reynsla í okkur og við eldumst hratt. Við erum að mæta stóru liði á stórum velli en erum álíka yfirvegaðir sama hver andstæðingurinn er."

Rúrik viðurkennir að hann hefði viljað spila meira en hann hefur gert í þessari undankeppni.

„Auðvitað langar mér að spila sem mest en ég ætla ekki að fara í fýlu eða grenja. Ég verð bara klár þegar þeir þurfa á mér að halda."

Rúrik segist vera í toppstandi enda mikið æft hjá Nürnberg, þýska félaginu sem Rúrik fór í fyrr á árinu.

„Þjóðverjum finnst gaman að æfa mikið, lengi og oft. Mér finnst það líka gaman. Undirbúningstímabilið var erfitt og ég veit ekki hversu marga metra við þurftum að hlaupa upp eitthvað fjall í Austurríki."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner