Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. október 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel: Mafían slær Silfurskeiðinni við
Tveir dagar í leik FH og Stjörnunnar
Björn Daníel í leik með FH í fyrra.
Björn Daníel í leik með FH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel hefur áður orðið meistari.
Björn Daníel hefur áður orðið meistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er að sjálfsögðu tryllt að það sé úrslitaleikur í síðustu umferðinni. Allir sem búa í Hafnarfirði og Garðabæ titra af spenningi," sagði Björn Daníel Sverrisson leikmaður Viking þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratittilinn á laugardaginn en Björn Daníel bíður að sjálfsögðu spenntur eftir leiknum. Hann mun þó ekki fá að sjá hann í beinni útsendingu þar sem Viking leikur við Molde á sama tíma.

Myndi biðja um tveggja daga lánssamning
Björn Daníel hefur áður orðið Íslandsmeistari með FH og í fyrra var hann valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Hvað væri Björn Daníel til í að gefa til að fá að spila með FH á laugardaginn?

,Ég veit ekki, það væri mikið. En ef það væri hægt þá myndi ég setjast á fund með directornum og biðja um tveggja daga lánssamning frá föstudags til sunnudags. Borga svo flugið heim sjálfur og tala við Heimi og setjast þétt á bekkinn og fylgjast með liðinu klára þetta, fá jafnvel 5-6 mínútur í lokin bara til að tryllast inná vellinum."

,,Svo býst ég við að einhverju yrði þrýst niður um kvöldið, svo kæmi ég bara aftur á sunnudagskvöldinu til Noregs með titil undir hendinni. Það væri margt sem ég væri til í að gefa til að upplifa þetta,"
sagði Björn Daníel sem býst við ótrúlegri stemningu í stúkunni á Kaplakrikavelli.

,,Þetta verður klikkun. Silfurskeiðin er ein besta stuðningsmannasveit sem hefur verið á Íslandi, ég held að enginn geti þrætt fyrir það. Ég veit hinsvegar að Mafían verður í ruglinu á laugardaginn og muni slá þeim við í stúkunni."

Þjálfararnir ráða úrslitum
Bæði FH og Stjarnan eru taplaus á tímabilinu en Björn Daníel segir að ákveðinn þáttur muni ráða úrslitum á laugardaignn.

,,Þjálfararnir. Heimir hefur verið í þeirri stöðu að keppa um titilinn síðan hann byrjaði þjálfaraferilinn og veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að klára þetta. Ég trúi ekki öðru en að Rúnar sé frábær þjálfari eftir árangur Stjörnunnar í sumar en fyrir mér er Heimir besti þjálfari landsins og það leikplan sem hann setur upp fyrir þennan leik verður lykilinn að því að FH klárar leikinn."

,,Þetta fer 2-0 FH. FH skorar á fyrstu 15 mínútunum og svo verður þetta í járnum þangað til að kóngurinn Atli Viðar klárar þetta á 87. mínútu og rífur sig á kassann af því að hann er víst orðinn 8% fita og vill sýna hversu geggjaður hann er,"
sagði Björn Daníel sigurviss að lokum.
Athugasemdir
banner
banner