fim 02. október 2014 07:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Guardian 
Cheik Tiote vill yfirgefa Newcastle
Cheik Tiote.
Cheik Tiote.
Mynd: Getty Images
Cheik Tiote, miðjumaður Newcastle, hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa félagið í janúarglugganum.

Þessi 28 ára gamli leikmaður er samningsbundinn félaginu til 2017 og er talið að félagið sé ekki til í að sleppa honum.

Tiote segir tíma til kominn að finna sér nýja áskorun og að Arsenal hafi haft áhuga á sér í sumar.

Ég hef verið í fjögur ár hjá Newcastle og það er komið að þeim tímapunkti þar sem það er tímabært að leita að nýrri áskorun," sagði Tiote.

,,Ég mun einbeita mér að komandi leikjum og sjá hvað gerist frá því í dag og þangað til í desember, en það er satt að Arsenal hafði samand í sumar og einnig rússneskt félag. Ég væri þó til í að vera áfram á Englandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner