fim 02. október 2014 11:45
Elvar Geir Magnússon
Enski landsliðshópurinn: Nathanial Clyne í hópnum
Jonjo Shelvey einnig í hópnum
Nathaniel Clyne.
Nathaniel Clyne.
Mynd: Getty Images
Nathaniel Clyne, hægri bakvörður Southampton, er valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn en Roy Hodgson landsliðsþjálfari hefur opinberað hópinn fyrir leiki gegn San Marino og Eistlandi.

Þessi 23 ára leikmaður hefur leikið fyrir yngri landslið Southampton en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili.

Daniel Sturridge sóknarmaður Liverpool er ekki valinn en hann er að glíma við meiðsli sem hann hlaut í síðasta landsliðsverkefni.

Það kemur mörgum á óvart að sjá Jonjo Shelvey, miðjumann Swansea, í hópnum en hann á einn landsleik að baki.

Í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu var Danny Welbeck skráður sem leikmaður Manchester United sem vakti kátínu fjölmiðlamanna. Mannleg mistök.

Markverðir: Fraser Forster (Southampton), Ben Foster (West Bromwich Albion), Joe Hart (Manchester City)

Varnarmenn: Leighton Baines (Everton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Southampton), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), John Stones (Everton)

Miðjumenn: Fabian Delph (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Manchester City), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Liverpool), Andros Townsend (Tottenham Hotspur), Jack Wilshere (Arsenal)

Framherjar: Rickie Lambert (Liverpool), Wayne Rooney (Manchester United), Daniel Welbeck (Arsenal).
Athugasemdir
banner
banner
banner