Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. október 2014 14:05
Magnús Már Einarsson
Höddi Magg: Hversu mikil steik getur einn maður verið?
Höddi Magg lifir sig inn í leikinn.
Höddi Magg lifir sig inn í leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Magnússon fór mikinn í lýsingu sinni á leik Arsenal og Galatasaray á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Felipe Melo var stálheppinn að sleppa við rautt spjald þegar hann tæklaði Alexis Sanchez í fyrri hálfleik.

Hörður var allt annað en ánægður með Melo og lét hann heyra það.

„Þetta er bara fótbrotstækling - algjör skandall að sjá þetta. Og að maðurinn skuli mótmæla þessu. Þarna átti ítalski dómarinn að reka manninn út af. Hversu mikil steik getur einn maður verið, Felipe Melo?“ sagði Hörður í lýsingunni.

Hægt er að sjá myndband af þessari mögnuðu lýsingu á Vísi.

Smelltu hér til að sjá myndbandið hjá Vísi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner