Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. október 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Mail 
Sneijder hafnaði United - Vildi spila í Meistaradeildinni
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder.
Mynd: Getty Images
Hinn hollenski Wesley Sneijder, leikmaður Galatasaray, hefur greint frá því að hann hafi hafnað stórliði Manchester United í sumar.

Sneijder hefur í gegnum árin reglulega verið orðaður við United og með komu Louis Van Gaal til félagsins voru margir sem bjuggust við að hann myndi loksins enda á Old Trafford.

Sjálfur segist hann hafa hafnað félaginu þar sem hann er mjög ánægður í Tyrklandi og að hann hafi viljað spila í Meistaradeild Evrópu.

,,Van Gaal er einn sá allra hæfileikaríkasti í fótboltanum og ég vissi af áhuga Manchester United í sumar," sagði Sneijder.

,,Ég var stoltur af því, en ég er mjög ánægður í Tyrklandi og það er mjög erfitt að yfirgefa Meistaradeildina."

Sneijder hefur leikið með Galatasaray frá því í janúar 2013 eftir að hafa komið frá Inter.
Athugasemdir
banner
banner