Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. október 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í Meistaradeildinni - Welbeck fremstur
Marquinhos átti stjörnuleik fyrir PSG.
Marquinhos átti stjörnuleik fyrir PSG.
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck, sóknarmaður Arsenal.
Danny Welbeck, sóknarmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar var leikin í vikunni. PSG gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona á meðan Liverpool beið lægri hlut fyrir Basel í Sviss. Við kynnum hér úrvalslið vikunnar sem valið var af ESPN en að þessu sinni er stillt upp í 4-3-3.

Markvörður: Rui Patricio (Sporting Lissabon)
Chelsea vann Sporting 1-0 en tölurnar hefðu getað orðið mun stærri ef Patricio hefði ekki verið í stuði í rammanum,

Hægri bakvörður: Juanfran (Atletico Madrid)
Atletico vann 1-0 sigur gegn Juventus þar sem Juanfran var frábær sem vængbakvörður.

Miðvörður: Fabian Schar (Basel)
Fyrir þremur árum vann Schar meðfram boltanum í svissneskum banka sem öryggisventill ef fótboltaferillinn færi út um þúfur. Hann var frábær gegn Liverpool.

Miðvörður: Marquinhos (Paris Saint-Germain)
Brasilíumaðurinn var frábær gegn Börsungum. Skemmtilegt atkik í leiknum þegar Jordi Alba virtist vera að skora en Marquinhos bjargaði með stórkostlegri tæklingu og fagnaði eins og hann hefði verið að skora sigurmark leiksins.

Vinstri bakvörður: Juan Bernat (Bayern München)
Keyptur frá Valencia í sumar. Leikmaður sem er alls ekki þekktasta nafnið í Bayern en skilar sínu svo sannarlega. Smellpassar í liðið.

Varnarmiðjumaður: Nemanja Matic (Chelsea)
Mourinho líkti Serbanum við skrímsli eftir 1-0 sigurinn gegn Sporting.

Miðjumaður: Serey Die (Basel)
Maðurinn sem hágrét í þjóðsöngvunum fyrir leik Fílabeinsstrandarinnar á HM í sumar. Die var magnaður á miðjunni og yfirspilaði Steven Gerrard og Jordan Henderson.

Miðjumaður: Javier Pastore (PSG)
Óstöðugleiki hefur einkennt þennan argentínska leikmann. Hann getur verið frábær og þess á milli alveg týndur. Hann var frábær gegn Barcelona. Sá til þess að Zlatan Ibrahimovic var ekki saknað.

Sóknarmaður: Arda Turan (Atletico Madrid)
Varð fyrsti leikmaðurinn til að koma boltanum framhjá Gianluigi Buffon á þessu tímabili. Skoraði sigurmarkið gegn Juventus.

Sóknarmaður: Alexis Sanchez (Arsenal)
Refsaði óskipulögðu liði Galatasaray grimmilega. Skoraði eitt mark og lagði annað upp þegar Arsenal vann öruggan 4-1 sigur.

Sóknarmaður: Danny Welbeck (Arsenal)
Skoraði fyrstu þrennu sína á ferlinum. Kláraði færin þrjú á mjög ólíkan en flottan hátt. Stuðningsmenn Arsenal vona að þetta sé bara byrjunin.

Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðarinnar
Athugasemdir
banner
banner