Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 02. október 2015 14:09
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgríms: Stemningin að nálgast brekkuna
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettum og Tyrkjum í undankeppni EM.

Sætið á EM er tryggt en Heimir hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að fá mótívera leikmenn fyrir komandi leiki.

„Við vonum ekki. Við vitum ekki fyrr en við byrjum hversu fókuseraðir menn eru en við teljum að þetta séu það miklir atvinnumenn að þeir fari í alla leiki í sama hátt og hingað til. Við ætlum í báða leikina til að vinna og þessir leikir verða ekki notaðir í tilraunastarfsemi," sagði Heimir við Fótbolta.net.

Hólmar Örn Eyjólfsson kemur inn í hópinn að þessu sinni. „Hann hefur staðið sig gríðarlega vel með Rosenborg. Við höfum fylgst með honum og beðið eftir tækifæri til að velja hann. Við viljum sjá hvernig hann verður í hópnum og þetta er gott tækifæri fyrir hann að sýna sig."

Vildu hafa fleiri í hópnum
Fleiri leikmenn eru að banka á dyrnar hjá Lars og Heimi. „Við vildum hafa fleiri í hópnum en það var samkomulagsatriði hjá okkur og KSÍ að hafa ekki fleiri í hópnum. Við ákváðum að hafa þetta 24 leikmenn, það er fínt upp á æfingar líka," sagði Heimir en nýir leikmenn gætu fengið að sanna sig í vináttuleikjum í nóvember.

„Það eru þónokkrir að standa sig vel í sínum liðum og vonandi fáum við tækifæri til að skoða þá í næsta mánuði."

Ánægður með sönginn á leikjum
Heimir vonast til að landsliðið þakki fyrir góðan stuðning á Laugardalsvelli með góðum leik gegn Lettum annan laugardag.

„Það er búið að vera yndislegt að taka þátt í þessari uppvakningu á Laugardalsvelli. Það er alltaf uppselt og allir syngjandi, sem er nýtt fyrir Íslendinga. Menn mæta í bláu og eru með fána og ýmislegt sem hefur bætt umgjörðina hér. Tólfan er síðan magnaðir drengir og stúlkur,"

Heimir hafði orð á því á fréttamannafundinum að Íslendingar væru duglegir að syngja á landsleikjum líkt og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann vill hins vegar ekki meina að stemningin sé betri í Laugardalnum en í brekkunni í Eyjum. „Ég segi það ekki, en það nálgast alltaf," sagði Heimir léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner