Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. nóvember 2016 20:58
Magnús Már Einarsson
Jósef fer frá Grindavík - Á leið í Stjörnuna
Jósef Kristinn Jósefsson.
Jósef Kristinn Jósefsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jósef Kristinn Jósefsson, fyrirliði Grindvíkinga, hefur ákveðið að fara frá félaginu og leika með öðru liði í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Vinstri bakvörðurinn Jósef verður samningslaus um áramótin og hann hefur ákveðið að róa á önnur mið.

„Mér fannst ég þurfa að breyta til og mér fannst þetta vera rétti tímapunkturinn. Ég var búinn að komast upp með liðinu og fannst ég geta skilið við Grindavík sáttur," sagði Jósef við Fótbolta.net í dag.

Nokkur lið í Pepsi-deildinni hafa verið að berjast um Jósef en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann á leið í Stjörnuna.

Jósef vildi ekki staðfseta það en sagði að það komi í ljós á morgun í hvaða lið hann fer.

Jósef hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur í áraraðir en í sumar var hann valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni og var einungis einu atkvæði frá því að fá fullt hús í þessu vali fyrirliða og þjálfara í deildinni.

Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur leikið með Grindavík allan sinn feril fyrir utan hluta árs 2011 þegar hann var á mála hjá Chernomorets Burgas í Búlgaríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner