Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 02. nóvember 2023 12:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Í svartnættinu hjá Ajax skín íslenskt ljós"
Kristian á þrjú af bestu mörkum mánaðarins
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hollenska félagið upplifir núna sína verstu stund í glæsilegri sögu sinni, en unga stjarnan frá Íslandi verður að vera tákn endurreisnar," segir í grein Gazetta dello Sport á Ítalíu. Þar er fjallað um Kristian Nökkva Hlynsson, einn efnilegasta fótboltamann okkar Íslendinga.

Ajax hefur gengið hörmulega á tímabilinu en á sama tíma hefur Kristian verið að fá tækifærið, og hann hefur verið að nýta það. Kristian, sem er 19 ára gamall, hefur verið að fá stærra hlutverk með aðalliðinu eftir að hafa gert vel með unglingaliði félagsins.

Það segir mikið um hans frammistöðu að einn stærsti fjölmiðill Ítalíu sé að skrifa stóra og ítarlega grein um þennan unga og efnilega leikmann. „Það er íslenskt ljós í svartnættinu hjá Ajax," er fyrirsögnin.

Hægt er að skoða greinina um Kristian með því að smella hérna.

Kristian átti mjög góðan október mánuð en á heimasíðu Ajax eru sex mörk tilnefnd sem bestu mörk mánaðarins hjá félaginu. Þá eru tekin inn í myndina mörk hjá öllum liðum innan félagsins. Kristian á þrjú af þessum sex mörkum; tvö skoraði hann fyrir aðalliðið gegn Utrecht og eitt fyrir varaliðið.

Hægt er að sjá mörkin sem Kristian skoraði hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner