banner
   lau 02. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Almar, Darius og Povilas framlengja við Leikni F.
Mynd: Raggi Óla
Í vikunni skrifðu þeir Almar Daði Jónsson, Povilas Krasnovskis og Darius Jankauskas undir samninga við Leikni Fáskrúðsfjörð og munu því taka slaginn með liðinu í 2. deildinni næsta sumar.

„Knattspyrnudeild Leiknis óskar þeim til hamingju með samningana og vonar að þeir haldi uppteknum hætti frá æfingaleik kvöldsins," segir á heimasíðu félagsins.

Almar Daði á þrátt fyrir ungan aldur átta keppnistímabil að baki með meistaraflokki Leiknis. Hann hefur spilað 141 leik í deild og bikar fyrir félagið og hefur sett í þeim 43 mörk. Almar hefur spilað allar stöður á vellinum utan markvörð fyrir Leikni, en hans aðalstaða undanfarin tímabil hefur verið sem miðvörður.

Þeir Darius og Povilas komu til félagsins í júlíglugganum sl sumar og spiluðu með okkur í Inkasso. Darius spilaði 10 leiki, en Povilas lenti í tábroti og náði aðeins 7 leikjum en setti eitt mark. Báðir leika miðsvæðis á vellinum; Darius gjarnan sem varnartengiliður en Povilas sem sóknartengiliður.

Smelltu hér til að skoða fréttatilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner