Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. desember 2017 21:09
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Belgía: Ari Freyr skoraði í tapi
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokeren 1-2 Anderlecht
0-1 Pieter Gerkens ('17)
1-1 Ari Freyr Skúlason, víti ('28)
1-2 Henry Onyekuru ('52)

Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Lokeren sem mætti Anderlecht fyrr í dag í Belgíu.

Gestirnir í Anderlecht byrjuðu betur og komust yfir á 17. mínútu leiksins.

Lokeren tókst að jafna rúmum tíu mínútum síðar, þá var það íslenski landsliðsmaðurinn, Ari Freyr Skúlason sem skoraði úr vítaspyrnu.

Staðan var jöfn í hálfleik, en þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfeik kom Henry Onyekuru gestunum aftur yfir. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og niðurstaðan því 1-2 sigur Anderlecht.

Lokeren er í 13. sæti belgísku deildarinnar en Anderlecht hins vegar í því þriðja.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner