lau 02. desember 2017 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Arsenal og Man Utd: Lacazette og Matic byrja
Fylgst með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu
Lacazette var talinn meiddur en hann byrjar.
Lacazette var talinn meiddur en hann byrjar.
Mynd: Getty Images
Matic var tæpur en hann byrjar.
Matic var tæpur en hann byrjar.
Mynd: Getty Images
Stórleikur helgarinnar í enska boltanum fer senn að hefjast. Manchester sækir Arsenal heim!

Fjögur stig skilja Manchester United, í öðru sæti, að frá Arsenal, sem er í augnablikinu í fjórða sæti.

Jose Mourinho heldur í nákvæmlega sama byrjunarlið og vann Watford 4-2. Ashley Young skoraði tvö mörk í þeim leik og varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á honum.

Victor Lindelöf er treyst með Chris Smalling og Marcos Rojo, en Lindelöf hefur verið að spila vel og hefur Mourinho hrósað honum.

Jesse Lingard byrjar í fremstu víglínu með Anthony Martial og Romelu Lukaku og á miðjunni eru Nemanja Matic og Paul Pogba. Matic hefur verið tæpur en hann byrjar.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði eftir 5-0 sigurinn á Huddersfield í vikunni að Alexandre Lacazette myndi ekki taka þátt í þessum leik, en viti menn, Lacazette er í byrjunarliði Arsenal.

Wenger heldur í óbreytt lið alveg eins og kollegi sinn, Mourinho.

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Koscielny, Mustafi, Monreal, Bellerin, Ramsey, Xhaka, Kolasinac, Ozil, Sanchez, Lacazette.
(Varamenn: Ospina, Mertesacker, Coquelin, Wilshere, Iwobi, Welbeck, Giroud)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Valencia, Lindelof, Smalling, Rojo, Young, Matic, Pogba, Lingard, Martial, Lukaku.
(Varamenn: Romero, Darmian, Blind, McTominay, Herrera, Mata, Rashford)





Athugasemdir
banner
banner