Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Góður sigur miðað við að hafa fengið tvo daga í hvíld
Mynd: Getty Images
„Við byrjuðum leikinn illa," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea, eftir 3-1 sigur á Newcastle í dag. „Við vorum lengi í gang, en eftir að við lentum undir fórum við að spila góðan fótbolta."

Sjá einnig:
England: Chelsea með laglegan sigur á Newcastle

„Við gerðum vel miðað við að hafa hvílt í aðeins tvo daga. Þetta var heilt yfir góð frammistaða."

„Ég gerði breytingar á skipulaginu á meðan leiknum stóð, leikemmnirnir brugðust vel við því."

„Það skiptir okkur miklu máli að hafa unnið eftir að hafa hvílt í aðeins tvo daga. Newcastle fékk einum degi meira en við í undirbúning, en samt tókst okkur að vinna," sagði Conte.

Eden Hazard kom Chelsea í 3-1 með marki úr vítaspyrnu, en hann var ískaldur á vítapunktinum og "tjippaði" á beint markið.

„Hann má skjóta hvernig sem hann vill svo lengi sem hann skorar."
Athugasemdir
banner
banner