Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 02. desember 2017 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hallgrímur sneri aftur í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lyngby 1 - 2 AaB
0-1 Jannik Pohl ('39)
0-2 Rasmus Pedersen ('41)
1-2 Kim Ojo ('89)

Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson sneri aftur eftir meiðsli þegar Lyngby tapaði 2-1 gegn AaB frá Álborg í dönsku úrvalsdeildinni.

Hallgrímur hefur verið á bekknum í síðustu leikjum og hann byrjaði einnig á bekknum í dag, en kom inn á sem varamaður þegar 29 mínútur voru liðnar af leiknum.

Hallgrímur fékk ekki draumaendurkomu því Lyngby þurfti að sætta sig við svekkjandi 2-1 tap.

Lyngby er í tíunda sæti með 18 stig.

Sjá einnig:
Hallgrímur Jónasson: Ekki eins og ég verði að fara heim
Athugasemdir
banner
banner