lau 02. desember 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári hefur spilað með öllum fyrirliðunum
Icelandair
Eiður Smári og Luka Modric í baráttunni.
Eiður Smári og Luka Modric í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen var gestur í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV í gærkvöldi.

Hann ræddi þar um riðil Íslands á HM eftir að dregið var í gær. Ísland er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

Í þættinum var bent á það að Eiður hefði leikið með fyrirliðum allra þessara þjóða. Lionel Messi er fyrirliði Argentínu, en Eiður Spilaði með honum hjá Barcelona, Luka Modric er fyrirliði Króatíu en hann og Eiður léku saman hjá Tottenham og þá er fyrirliði Nígeríu miðjumaðurinn John Obi Mikel.

„Hann var reyndar ungur strákur þá," sagði Eiður Smári um Obi Mikel, en þeir voru saman hjá Chelsea.

Sjá einnig:
Andstæðingar Íslands á HM
Argentína
Króatía
Nígería
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner