Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. desember 2017 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi og Alfreð „ískaldir" er þeir skoruðu
Mynd: Getty Images
Þegar íslenskir leikmenn skora mörk á erlendum vettvangi gerist það stundum að farið er í orðaleik.

Oftar en ekki tengist orðaleikurinn enska orðinu fyrir ís eða „ice" þar sem leikmennirnir eru jú, frá Ís-landi.

Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason voru báðir á skotskónum í dag. Gylfi skoraði fyrir Everton í 2-0 sigri á Huddersfield og Alfreð skoraði tvö í 3-1 sigri Augsburg á Mainz í Þýskalandi.

Mörk þeirra skiluðu smá orðaleik á Twitter.

Er Alfreð skoraði fyrra mark sitt fyrir Augsburg tístaði Bundesligan um það og skrifaði „Cold as ice!" og þegar Gylfi skoraði tístaði félag hans, Everton, um það og skrifað var „Ice cold finish".

Gaman að þessu, eða hvað?





Athugasemdir
banner
banner