Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 10:05
Fótbolti.net
HM þáttur á X977 í dag - Öflug umræða um landsliðið
Cafu dró Ísland upp úr skálinni í gær.
Cafu dró Ísland upp úr skálinni í gær.
Mynd: Getty Images
HM í fótbolta er það eina sem kemst að í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag laugardag milli 12 og 14.

Farið verður yfir riðil Íslands og allt sem honum tengist en Argentína, Króatía og Nígería veita okkur félagsskap á næsta ári.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað og Arnar Grétarsson verður með þeim við hringborðið.

Þá verður Þór Bæring hjá Gaman Ferðum á línunni frá Rússlandi en hann var viðstaddur dráttinn.

Einnig skoðum við hvaða leikmenn það eru sem gætu laumað sér með í flugvélina til Rússlands þrátt fyrir að vera ekki í myndinni sem stendur.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner