Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Hörður notaði Ísland og vann liðsfélaga sinn
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bristol City liðsfélagarnir Hörður Björgvin Magnússon og Bailey Wright ákváðu að taka leik í FIFA tölvuleiknum í gær.

Hörður notaði Ísland, sem er í fyrsta sinn í leiknum, á meðan Wright notaði sína þjóð, Ástralíu.

Leikar fóru þannig að Hörður hafði betur. Gylfi Sigurðsson skoraði fyrra mark Harðar í 2-1 sigri. Það var heppnisstimpill á sigurmarkinu sem Hörður skoraði eins og sjá má hér að neðan.

Bæði Ísland og Ástralía verða á meðal þáttökuþjóða á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og aldrei vita nema Hörður og Wright mætist þar þótt það séu ekki miklar líkur á því.

Sjá einnig:
Svona eru riðlarnir fyrir HM


-
Athugasemdir
banner
banner
banner