Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. desember 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil og Coutinho á ferðinni í janúar?
Powerade
Özil er sterklega orðaður við Manchester United.
Özil er sterklega orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Dagurinn í gær var mjög eftirminnilegur er dregið var í riðla á HM. Við byrjum þennan dag á slúðrinu!

Slúðurpakkinn er í styttri kantinum í dag.



Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill kaupa Mesut Özil (29) frá Arsenal. (Telegraph)

Liverpool er tilbúið að selja Philippe Coutinho (25) til Barcelona í janúar, en aðeins ef Börsungar eru tilbúnir að borga fyrir hann 145 milljónir evra. (Mundo Deportivo)

Umboðsmaður Mauro Icardi (24), sóknarmanns Inter Milan, segir að leikmaðurinn sé 200 milljón evra virði. (Corriere dello Sport)

Watford er á eftir Islam Slimani (29), sóknarmanni Leicester City. (Watford Observer)

Real Madrid ætlar ekki að leyfa ungstirninu Vinicius Junior (17) að vera í annað tímabil hjá Flamengo í Brasilíu. Madrídarliðið hefur keypt Vinicus á 38 milljónir punda og hann mun gerast leikmaður liðsins á næsta tímabili. (AS)

Tottenham ætlar ekki að hækka launakostnað sinn þrátt fyrir erfiðar viðræður við varnarmanninn Toby Alderweireld (28). (Daily Mail)

Jurgen Klopp gefur lítið fyrir það að Liverpool hafi gefið Barcelona upp ákveðið verð fyrir Philippe Coutinho í janúar, þýski knattspyrnustjórinn segir það ekki rétt. (ESPN)

Romelu Lukaku (24), sóknarmaður Manchester United, hefur falið umboðsmanninum Jorge Mendes það verkefni að finna nýjan skósamning fyrir sig. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner