Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 02. desember 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slutsky: Rússar eru líkir fólki frá Yorkshire
Slutsky er fyrrum landsliðsþjálfari Rússlands.
Slutsky er fyrrum landsliðsþjálfari Rússlands.
Mynd: Getty Images
Leonid Slutsky, stjóri Hull í Championship-deildinni hvetur Englendinga til að skella sér til Rússlands næsta sumar.

Slutsky er á sínu fyrsta leiktímabili hjá Hull, en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Rússlands. Slutsky stýrði einnig CSKA frá Moskvu um árabil með mjög flottum árangri.

HM verður haldið í Rússlandi næsta sumar, en fótboltaáhugamenn eru margir hverjir hræddir við að ferðast til Rússlands eftir það sem gerðist á EM í fyrra. Þar komust rússneskir stuðningsmenn í fréttirnar fyrir slagsmál við Englendinga og aðra.

En þrátt fyrir það hvetur Slutsky Englendinga til að eyða sumarfríinu í Rússlandi næsta sumar.

„Rússneskt fólk er mjög vinalegt og mjög opið, eins og fólk frá Yorkshire. Stuðningsmönnum Englands mun líða eins og heima hjá sér," sagði Slutsky í gær.

England fékk frekar auðveldan riðli á HM; með Belgíu, Túnis og Panama.
Athugasemdir
banner
banner
banner