Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 02. desember 2017 13:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona tókst ekki að landa sigri
Messi og Suarez skoruðu en það var ekki nóg.
Messi og Suarez skoruðu en það var ekki nóg.
Mynd: Getty Images
Barcelona 2 - 2 Celta
0-1 Iago Aspas ('20 )
1-1 Lionel Andres Messi ('22 )
2-1 Luis Suarez ('62 )
2-2 Maximiliano Gomez ('70 )

Barcelona missteig sig í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Börsungar fengu Celta Vigo í heimsókn á Nývang.

Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, kom Celta yfir á 20. mínútu, en Lionel Messi, verðandi mótherji Íslands á HM, jafnaði fyrir heimamenn aðeins tveimur mínútum síðar.

Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleiknum kom Luis Suarez Barcelona yfir og bjuggust þá flestir við því að Katalóníustrákarnir myndu sigla sigrinum heim en annað kom á daginn því Maximiliano Gomes jafnaði metin fyrir Celta áður en yfir lauk.

Barcelona er áfram á toppi deildarinnar, en Valencia getur nú saxað forskotið í tvö stig. Celta er með 18 stig í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner