Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Griezmann stóð uppi sem hetjan
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 2 - 1 Real Sociedad
0-1 Willian Jose ('29 , víti)
1-1 Filipe Luis ('63 )
2-1 Antoine Griezmann ('88 )

Antoine Griezmann skoraði sigurmarkið þegar Atletico Madrid mætti Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni.

Real Sociedad komst yfir á 29. mínútu með vítaspyrnumarki og leiddi alveg fram á 63. mínútu, en þá jafnaði Filipe Luis fyrir Atletico. Griezmann skoraði svo sigurmarkið þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en hann var að mæta sínum gömlu félögum.

Þetta var mikilvægt mark fyrir Griezmann sem hefur lítið skorað hingað til á þessum leiktímabili.

Atletico hefur ekki enn tapað í fyrstu 14 leikjum tímabilsins, en liðið er þrátt fyrir það sex stigum frá Barcelona. Real Sociedad situr sem fastast í sjöunda sætinu með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner