Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 02. desember 2017 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð kominn í HM-gírinn snemma
Mynd: Getty Images
Bayern styrkti stöðu sína á toppnum.
Bayern styrkti stöðu sína á toppnum.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason er kominn í HM-gírinn snemma. Hann skorað tvö mörk fyrir Augsburg í dag, hann er kominn með átta deildarmörk á tímabilinu og er með markahæstu mönnum þýsku úrvalsdeildarinnar.

Hann hjálpaði Augsburg að landa 3-1 útisigri á Mainz. Alfreð skoraði fyrra mark sitt undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu og kom Augsburg í 2-0. Hann gerði síðan út um leikinn á 86. mínútu stuttu eftir að Mainz hafði minnkað muninn.

Frábær leikur hjá Alfreð sem eins og áður segir kominn í HM-gírinn snemma, en það eru nokkrir mánuðir í mót.

Augsburg hefur komið á óvart á tímabilinu og er sem stendur í baráttu um Evrópusæti.

Bayern styrkti stöðu sína á toppnum með 3-1 sigri á Hannover en á meðan steinlá RB Leipzig gegn Hoffenheim 4-0. Dortmund tapaði líka stigum með 1-1 jafntefli gegn Bayer Leverkusen.

Werder Bremen lagði þá Stuttgart að velli 1-0. Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder frekar en fyrri daginn.

Bayern 3 - 1 Hannover
1-0 Arturo Vidal ('17 )
1-0 Niclas Fullkrug ('28 , Misnotað víti)
1-1 Charlison Benschop ('35 )
2-1 Kingsley Coman ('67 )
3-1 Robert Lewandowski ('87 , víti)

Hoffenheim 4 - 0 RB Leipzig
1-0 Nadiem Amiri ('13 )
2-0 Serge Gnabry ('52 )
3-0 Serge Gnabry ('62 )
4-0 Marc Uth ('87 )

Werder 1 - 0 Stuttgart
1-0 Max Kruse ('45 )

Bayer 1 - 1 Borussia D.
1-0 Kevin Volland ('30 )
1-1 Andriy Yarmolenko ('73 )
Rautt spjald: Wendell, Bayer ('43)

Mainz 1 - 3 Augsburg
0-1 Michael Gregoritsch ('22 )
0-2 Alfred Finnbogason ('43 , víti)
1-2 Gerrit Holtmann ('85 )
1-3 Alfred Finnbogason ('86 )



Athugasemdir
banner
banner
banner