Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   mið 03. febrúar 2016 14:26
Magnús Már Einarsson
Kennie Chopart: Besta sem hefur gerst á ferlinum
Kennie Chopart.
Kennie Chopart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er það besta sem hefur gerst á ferlinum," sagði Kennie Chopart við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir samning við KR í dag.

Kennie samdi út tímabilið 2018 en hann kemur til KR frá Fjölnis. Kennie var líka orðaður við FH í vetur en hann er ánægður með að ganga í raðir KR.

„Það var mikill áhugi frá mörgum félögum eftir síðasta tímabil en eftir að KR kom inn í myndina þá vildi ég bara fara hinagð. Þetta er stærsta félag á Íslandi og ég vildi ganga í raðir þess."

„Þetta er risa félag og ég held að allir sem spila fótbolta vilji skrifa undir hjá KR. Þetta er stærsta félagið á Íslandi að mínu mati."


Kennie sló í gegn með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra en félagið nýtti sér klásúlu um að semja við hann út árið 2016. Kennie vildi hins vegar róa á önnur mið.

„Ég var hreinskilinn við þá og sagðist vilja sjá hversu langt ég gæti náð. Það var áhugi frá KR og það var stórt tækifæri fyrir mig að spila í betra liði. Ég var hreinskilinn og sagði þeim að ég vildi fara í stærra félag," sagði Kennie sem er að fara að spila sitt fjórða tímabil á Íslandi.

„Ég kann vel við mig. Þetta er eins og annað heimili mitt. Ég er að reyna að læra íslensku og ég verð að gera það ef ég ætla að vera hér í þrjú ár til viðbótar. Ég fer í skóla eða eitthvað," sagði Kennie.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner