Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. febrúar 2016 11:05
Elvar Geir Magnússon
Rodgers: Benteke getur orðið eins og Lewandowski
Vægast sagt áhugaverð ummæli hjá Rodgers...
Vægast sagt áhugaverð ummæli hjá Rodgers...
Mynd: Getty Images
Christian Benteke hefur floppað stórlega síðan Liverpool keypti hann á 32 milljónir punda í sumar. Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Liverpool, hefur þó tröllatrú á sóknarmanninum. Rodgers gengur það langt að líkja honum við pólsku markavélina Robert Lewandowski.

Rodgers segir að hann og Jurgen Klopp, arftaki hans hjá Liverpool, hafi hist og rætt saman heima hjá sér eftir stjóraskiptin þar sem hann hafi viljað hjálpa Klopp að aðlagast sem fyrst. Þar hafi þeir meðal annars rætt um Benteke.

„Þegar við fengum Christian til félagsins töldum við að þetta væri týpa af leikmanni sem okkur vantaði. Vandamálið núna er skortur á þolinmæði. Það virðist ekki vera mikill tími sem hann hefur. Sem dæmi er Robert Lewandowski hjá Bayern München. Hann hefði ekki fengið þá þolinmæði í ensku úrvalsdeildinni og hann fékk í þýsku deildinni og sjáið hann núna," segir Rodgers sem þykir taka full djúpt í árinni með því að bera þessa tvo saman.

„Christian mun sýna það með tímanum að hann er toppleikmaður."

Rodgers var í viðtali við beIN Sports en þar spáði hann Arsenal enska meistaratitlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner