Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 03. febrúar 2016 17:47
Fótbolti.net
UNICEF á öllum Valstreyjum í öllum flokkum
Björn Zoëga, formaður Vals, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Björn Zoëga, formaður Vals, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Mynd: Valur
Mynd: Valur
UNICEF á Íslandi og Knattspyrnufélagið Valur undirrituðu í dag þriggja ára samstarfssamning við athöfn á Hlíðarenda. Markmið samstarfsins er að styrkja starfsemi beggja aðila í gegnum fjáröflun og kynningarstarf.

UNICEF á Íslandi mun sinna fræðslu um réttindi barna fyrir bæði iðkendur og þjálfara Vals og leiðbeina félaginu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllu sínu starfi með börnum. Merki UNICEF verður á öllum treyjum Vals í körfubolta, handbolta og fótbolta í öllum deildum og flokkum.

Valur mun afla fjár á meðal fyrirtækja sem styðja samstarfið. Það mun bæði nýtast til réttindagæslu og réttindafræðslu fyrir börn á Íslandi – og í alþjóðlegu hjálparstarfi UNICEF. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum barna á heimsvísu og er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Valur mun nýta þá fjármuni sem myndast úr samstarfinu til að styðja við bakið á starfi barna-og unglingasviði Val sem og afreksstarfi Vals.

Á athöfninni á Hlíðarenda áðan undirrituðu samstarfssamninginn Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Björn Zoëga, formaður Vals.

„Þetta er spennandi samstarf sem við tökum fagnandi. Við hlökkum til að vinna með Val og kynna Barnasáttmálann fyrir börnum og starfsfólki. Það er mikilvægt að fræða börn um réttindi sín og ná til stórs hóps af ungu fólki. Börnin eru framtíðin og það eru þau sem taka við," segir Bergsteinn Jónsson hjá UNICEF á Íslandi.

„Samstarfsfyrirtækin sem styrkja samtarfið munu styðja við alþjóðlegt hjálparstarf, sem og réttindagæslu fyrir börn á Íslandi – og um leið stuðla að uppbyggingu á íþróttalífi fyrir börn hér á landi," segir Bergsteinn.

„Við í Val erum afar spennt fyrir þessu verkefni, UNICEF er að vinna frábært starf í þágu barna hér á landi og erlendis. Ég er þess fullviss um að sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi Vals, yrði afar stoltur af samstarfinu. Við munum nú fara í þá vinnu að kynna verkefnið fyrir tilvonandi styrktaraðilum sem verður skemmtilegt því þetta samstarf er í raun fyrsta sinnar tegundar hér á landi," segir Björn en í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtal við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner