Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
   lau 03. febrúar 2018 15:36
Orri Rafn Sigurðarson
Óli Stefán: Hundfúll með að tapa úrslitaleik
Óli Stefán á hliðarlínunni í fyrra.
Óli Stefán á hliðarlínunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Grindavík áttust við í dag í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum í Kópavogi þar sem Stjarnan vann 1-0.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Grindavík

„Þetta eru mjög góð mót fyrir okkur til að slípa okkur hluti til og það var svona megin markmiðið með að vinna með það sem við erum að gera og gera það betur. Við förum með það inn í úrslitaleik en ég er bara hundfúll að tapa úrslitaleik," sagði Óli við Fótbolta.net eftir leik

„Við erum bara vinna með það sem við vorum að gera í fyrra, að gera agaðan varnarleik betur."

„Það er janúar. Menn eru kannski ekkert í toppstandi fyrir hápressu."

Grindavík spilaði agaðan varnarleik í dag og lág mjög aftarlega. Óli vil bæta það sem hann taldi vera að í fyrra þegar liðið fékk á sig yfir 40 mörk. Er von á frekari liðsstyrk?

„Ekkert svona sem er í hend. Við erum að skoða, við erum búnir að missa sex leikmenn og fá tvo inn í staðinn. Þetta er bara sama tuggan og í fyrra, við misstum marga þegar við fórum upp," sagði Óli Stefán að lokum.
Athugasemdir