Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. mars 2015 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Aftur meiðist Marco Reus - Nú gegn liði í þriðju deild
Marco Reus liggur meiddur á vellinum í kvöld.
Marco Reus liggur meiddur á vellinum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er á uppleið þessa dagana og hefur liðið unnið fjóra leiki í röð í þýsku Bundesliguni eftir ömurlegt tímabil fram að því.

Liðið mætti í kvöld Dynamo Dresden í 16-liða úrslitum þýska bikarsins, en þeir síðarnefndu spila í þriðju efstu deild Þýskalands.

Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og var Marco Reus meðal byrjunarliðsmanna, en hann entist hins vegar í einungis 25 mínútur.

Reus var skipt af velli fyrir Henrik Mkhitaryan eftir að brotið var á honum, en sjúkraliðar þurftu að styðja hann af velli.

Dortmund mætir Hamburg í deildinni á laugardag og síðan taka við leikir gegn Köln og Juventus.

Vonandi fyrir Dortmund verða meiðsli Reus ekki alvarleg, en hann meiddist á ökkla rétt fyrir heimsmeistaramótið í fyrra og hefur verið í talsverðu meiðslavandræðum síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner