þri 03. mars 2015 21:57
Alexander Freyr Tamimi
Championship: Eiður Smári skoraði eina mark Bolton
Eiður Smári fagnar marki sínu í kvöld ásamt Barry Bannan.
Eiður Smári fagnar marki sínu í kvöld ásamt Barry Bannan.
Mynd: Getty Images
Átta leikir fóru fram í ensku Championship deildinni í kvöld og er þeim nú öllum lokið.

Hæst ber að nefna að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina mark Bolton í 1-1 jafntefli gegn Reading, en hann var grátlega nálægt því að tryggja liðinu sigur.

Eiður Smári hefur upplifað endurnýjun lífdaga frá því að hann kom til Bolton, en hann kom inn á sem varamaður rétt fyrir leikhlé í dag. Eftir klukkustundar leik skoraði hann svo mark Bolton eftir undirbúning frá Adam Le Fondre.

Allt benti til þess að heimamenn tækju stigin þrjú þar til Jamie Mackie jafnaði metin í uppbótartíma fyrir Reading. Urðu lokatölur 1-1.

Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason léku báðir allan leikinn þegar Cardiff hafði betur gegn Rotherham í Íslendingaslag, en lokatölur urðu 3-1 fyrir gestina frá Wales.

Jóhann Berg Guðmundsson kom hins vegar ekkert við sögu í 2-1 sigri Charlton gegn Nottingham Forest.

Middlesbrough hirti toppsæti deildarinnar af Derby með því að vinna 3-0 sigur gegn Millwall á meðan Derby tapaði óvænt 2-0 gegn Brighton.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara kvöldsins.

Bournemouth 2 - 1 Wolves
1-0 Yann Kermorgant ('10 )
1-1 Benik Afobe ('39 )
2-1 Yann Kermorgant ('49 , víti)


Brentford 4 - 1 Huddersfield
1-0 Chris Long ('4 )
1-1 Harry Bunn ('22 )
2-1 Chris Long ('51 )
3-1 Alex Pritchard ('70 )
4-1 Bunn ('90 )


Brighton 2 - 0 Derby County
1-0 Dale Stephens ('69 )
2-0 Kazenga LuaLua ('77 )


Charlton Athletic 2 - 1 Nott. Forest
1-0 Frederic Bulot ('7 )
1-1 Michail Antonio ('14 )
2-1 Frederic Bulot ('38 )


Middlesbrough 3 - 0 Millwall
1-0 Patrick Bamford ('26 )
2-0 Malaury Martin ('30 )
3-0 Jelle Vossen ('78 )


Rotherham 1 - 3 Cardiff City
0-1 Bruno Ecuele Manga ('24 )
0-2 Federico Macheda ('26 )
0-3 Conor McAleny ('35 )
1-3 Daniel Ward ('80 )


Watford 1 - 0 Fulham
1-0 Troy Deeney ('9 )


Bolton 1 - 1 Reading
1-0 Eidur Gudjohnsen ('60 )
1-1 Jamie Mackie ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner