Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Dave Mackay er látinn
Mynd: Getty Images
Dave Mackay, fyrrverandi miðjumaður Hearts, Tottenham, Derby og skoska landsliðsins, lést í gær 80 ára gamall.

Mackay vann 10 titla á ferli sínum sem knattspyrnumaður og er álitinn goðsögn af stuðningsmönnum Tottenham og Hearts.

Mackay var valinn knattspyrnumaður ársins þegar hann lék fyrir Hearts í Skotlandi og einnig þegar hann var kominn yfir í enska boltann sem leikmaður Spurs.

,,Hann er einn af okkar bestu leikmönnum frá upphafi, hann var maður sem veitti öllum í kringum sig innblástur," segir í yfirlýsingu frá Tottenham Hotspur.

Þegar Mackay hætti ferlinum sem leikmaður tók við langur þjálfaraferill þar sem hann stýrði liðum á borð við Nottingham Forest, Derby og Birmingham auk þess að þjálfa í Miðausturlöndunum í meira en áratug.

,,Þetta er harðasti maður sem ég hef nokkurn tímann spilað við," sagði goðsögnin George Best eitt sinn um Mackay.

Þess má geta að Mackay var lykilmaður hjá Tottenham þegar félagið vann Meistaradeildina, eða Evrópukeppni bikarhafa eins og hún var og hét.
Athugasemdir
banner
banner